Um Verkefnabankann

Verkefnabanki Heimspekitorgsins er námsefnisvefur sem þróaður hefur verið af Félagi heimspekikennara í samstarfi við heimspekikennara hjá Hagnýtri heimspeki og breska heimspekikennarann Jason Buckley (The Philosophy Man).

Í Verkefnabankanum er námsefni fyrir nemendur í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Námsefninu er ætlað að efla samræðufærni nemenda og gefa þeim tækifæri til að glíma við heimspekilegar spurningar. Markmið í samræðufærni eru nánar útlistuð í námskrá Verkefnabankans.

Við leit í Verkefnabankanum bendum við notendum á að nota efnisflokkana. Öll verkefni eru merkt eftir skólastigi, grunnþáttum menntunar og heimspekilegum viðfangsefnum. Einnig eru verkefni sem felast í leikjum og spilum merkt sérstaklega og ennfremur verkefni sem hafa það að meginmarkmiði að þjálfa grunnfærni í samræðu. Með því að fara inn í Efnisflokka af spássíu eða efst á síðunni má finna þau verkefni sem falla í hvern flokk og flýta þannig fyrir sér í leitinni.

Styrktaraðilar Verkefnabanka Heimspekitorgsins

Þróunarsjóður Námsgagna styrkti uppbyggingu Verkefnabankans með styrkveitingu 2012.

%d bloggurum líkar þetta: