Tíu heimspekiverkefni fyrir framhaldsskóla

questionmarkperson01Guðrún Hólmgeirsdóttir, kennari við Menntaskólann í Hamrahlíð, er höfundur tíu heimspekiverkefna sem birtast hér í rafrænu hefti. Read more ›

Skrifað í Þekkingarfræði, Framhaldsskóli, Frumspeki, Gagnrýnin hugsun, Læsi, Leiðbeiningar til kennara, Rökfræði, Siðfræði

Lykilspurningar kennarans

cropped-cropped-fc3a9lag-heimspekikennara_litid.jpgVerkefnið í hnotskurn
  • Aldur nemenda: allur
  • Viðfangsefni: spurningar sem leiða samræðu áfram
  • Færni- og viðhorfamarkmið: samræðutækin eru sett fram til að þjálfa hæfni sem skilgreind er með markmiðum í námskrá Verkefnabankans.
  • Efni og áhöld: ef til vill ljósrit af þessu blaði, en ekkert nauðsynlegt
  • Tími/umfang: nýtist samhliða allri samræðuvinnu
  • Höfundur verkefnis: Brynhildur Sigurðardóttir

Kennsluseðillinn

Skrifað í Framhaldsskóli, Grunnskóli, miðstig, Grunnskóli, unglingastig, Grunnskóli, yngsta stig, Leikskóli, Samræðufærni

Ég, ég sjálf og við

me-myself-and-iGet ég hitt sjálfa mig fyrir? Hvað ef „fimm ára ég“ hitti „55 ára ég“ í sjoppu og við færum að ræða hvort rétt væri að kaupa kíló af lakkrís? Værum við sammála? Jason Buckley hefur skrifað sögu sem fjallar um einmitt svona aðstæður og ýtir okkur út í pælingar um hvort og hvernig við getum reiknað út hvað sé rétt að gera. Hvað er rétt fyrir hvern? Read more ›

Skrifað í Framhaldsskóli, Grunnskóli, unglingastig, Heilbrigði og velferð, Siðfræði, Sjálfbærni

Þróun samræðufélags

Skapandi og gagnrýnin hugsun verður best þjálfuð í samræðufélagi jafningja sem skuldbinda sig til að rannsaka sameiginlega þær spurningar sem þeir hafa áhuga á að leita svara við. Það er spennandi og fjölbreytt verkefni að skapa og þróa samræðufélag nemenda í leik-, grunn- eða framhaldsskóla. Robert Fisher Ph.D. hefur lýst þróun samræðufélags með samanburði á hegðunarmynstrum sem einkenna hóp sem er að hefja störf sem samræðufélag og hópi sem orðinn er þróað samræðufélag. Greiningu hans má skoða hér.

Skrifað í Þekkingarfræði, Framhaldsskóli, Fræðigreinar, Grunnskóli, miðstig, Grunnskóli, unglingastig, Grunnskóli, yngsta stig, Leiðbeiningar til kennara, Leikskóli, Samræðufærni, Skólastig

Ofbeldi – hugtakaleikur

ofbeldiOfbeldi á sér stað. Þegar skólar vinna að því að skilgreina jákvæð samskipti og skólabrag snýst það að miklu leyti um að byggja upp samskiptamynstur og andrúmsloft þar sem ofbeldi er í lágmarki. Í flestum skólum tekst þetta vel og oft tengist það því að málin eru rædd opinskátt og samfélagið leitar sameiginlegra leiða til að halda samskiptum jákvæðum og leysa mál á uppbyggilegan hátt. Hér er kennsluseðill sem lýsir hugtakaleik um ofbeldi. Í verkefninu skilgreina nemendur ofbeldi með því að rýna í dæmi úr daglegu lífi og skólastarfi til að finna hvaða rök skipta máli. Read more ›

Skrifað í Grunnskóli, miðstig, Heilbrigði og velferð, Hugtakaleikir, Jafnrétti, Lýðræði og mannréttindi, Siðfræði

Myndir sem kveikjur að samræðu

kerstensMyndlist er frábær stökkpallur fyrir samræðu. Hér langar okkur til að benda á listaverk sem auðvelt er að nálgast á netinu og þar með varpa upp á skjávarpa og njóta með nemendum. Samræðuna má síðan tvinna eftir hefðbundnum reglum og leiðbeiningar um það má meðal annars lesa hér eða í leiðbeiningunum um samræðutækin hans Tom.

Dæmi um hvernig myndlist er nýtt í heimspekikennslu má lesa hér í frásögn af verkefni sem Ingimar Waage myndlistar- og heimspekikennari í Garðaskóla vann með nemendum sínum. Read more ›

Skrifað í Fagurfræði, Framhaldsskóli, Grunnskóli, miðstig, Grunnskóli, unglingastig, Grunnskóli, yngsta stig, Sköpun

Heimspeki á Vísindavefnum

escherÁ Vísindavef háskóla Íslands er heilmikið af heimspekilegu efni. Heimspekikennarar á unglingastigi grunnskólans hafa nýtt þetta efni á ýmsan hátt. Þegar nemendur eru að kynnast heimspeki í fyrsta sinn getur verið mjög hjálplegt að sjá úrval heimspekilegra spurninga og margvísleg svör við þeim og  þetta er einmitt til staðar á Vísindavefnum.

Jóhann Björnsson heimspekikennari í Réttarholtsskóla hefur leyft nemendum að leita frjálst á Vísindavefnum og velja þaðan uppáhaldsspurningarnar sínar. Þessu úrvali spurninga er hægt að safna saman, t.d. í hatt og nýta á ýmsan hátt. Það má láta hattinn ganga um stofuna, hver nemandi dregur spurningu úr hattinum og hún er rædd í 5 mínútur í bekknum. Það má nýta spurninga úrvalið í heimspekileik eins og Jason Buckley gefur uppskrift að hér í Verkefnabankanum.

Hér að neðan er kennsluseðill frá Brynhildi Sigurðardóttur heimspekikennara í Garðaskóla. Í verkefninu er röð spurninga sem eru ætlaðar til að leiða nemendur inn í rannsókn á Vísindavefnum. Nemendur þurfa að velta fyrir sér hvað einkennir heimspekilega spurningu og spyrja sjálfir slíkra spurninga. Þessu verkefni hafa nemendur skilað til yfirferðar og það hefur gefið kennurum mikilvæga innsýn í upphafi skólaárs um styrkleika og veikleika nemenda í skriflegum vinnubrögðum. Þær upplýsingar nýta þeir til að meta hversu mikið skrifleg verkefni eru nýtt á skólaárinu til viðbótar við heimspekilegu samræðuna sem er uppistaða námsins í heimspekivali skólans. Read more ›

Skrifað í Þekkingarfræði, Gagnrýnin hugsun, Grunnskóli, unglingastig, Læsi, Spurnarfærni

Þetta gerðist bara! Hugtakaleikur

tilviljunÞetta gerðist bara!

Kannist þið við þessa skýringu? Er þetta góð skýring? Eða er þetta afsökun? Eða eitthvað annað? Í verkefninu hér að neðan er unnið út frá nokkrum staðhæfingum sem nemendur eru beðnir um að taka afstöðu til hvort þær „gerðust bara“. Með því að bera svör sín saman við hugtakalistann í verkefninu geta nemendur dýpkað skilning sinn á orsökum og tilviljunum. Read more ›

Skrifað í Að hafa skoðun, Grunnskóli, miðstig, Grunnskóli, unglingastig, Hugtakaleikir, Læsi, Siðfræði

Heilbrigði – hugtakaleikur

healthHugtakaleikir eru samræðuverkefni sem unnin eru til að skilgreina hugtak sem kennari eða nemendur hafa ákveðið að taka fyrir. Kveikjan er dæmasafn og í þessum hugtakaleik er dæmasafnið úrval setninga sem lýsa einföldum aðstæðum. Leikurinn hentar vel nemendum á mið- og unglingastigi. Read more ›

Skrifað í Grunnskóli, miðstig, Grunnskóli, unglingastig, Heilbrigði og velferð, Hugtakaleikir, Siðfræði

Heilræði til foreldra

thinkerHvernig verða börn að gagnrýnum einstaklingum? Er það vegna einhvers sem þau læra í skóla? Eða læra þau það af foreldrum sínum.

Líklega er skýringin hvorki einhliða né einföld. Hrannar Baldursson heimspekingur og menntunarfræðingur skrifar greinina sem Verkefnabankinn birtir hér í kennsluseðli til að gefa foreldrum góð ráð um hvernig hægt er að hvetja börn til gagnrýninnar hugsunar. Greinin birtist upphaflega í tímaritinu Vikunni og er hér birt lítið breytt. Read more ›

Skrifað í Fræðigreinar, Gagnrýnin hugsun, Samræðufærni