Hér að neðan er tillaga að framvindu verkefna á yngsta stigi grunnskólans. Gert er ráð fyrir 1-2 kennslustundum á viku allt skólaárið. Gott er að byrja vinnuna á upphitunaræfingum og samræðureglum en eftir því sem líður á námstímann þá þarf að flétta verkefnum saman: upphitunaræfingum, samræðureglum og samræðuæfingum. Það getur til dæmis verið góð vinnuregla að hefja flestar hópastundir á upphitunaræfingu af einhverju tagi.
Mundu að taka þessari uppröðun sem tillögu og gefa nemendum alltaf svigrúm til að hafa áhrif á verkefnaval.
Upphitunaræfingar
- Að kjósa með fótunum
- Nafnaleikur
- Staðið upp og sest niður
- Heimspeki bland í poka
- Hrærigrautur heimspekingsins
- Heimspekileikir inngangur
- Epli, mörgæs, Eurovision