Hér að neðan er tillaga að framvindu verkefna á unglingastigi grunnskólans. Gert er ráð fyrir 1-2 kennslustundum á viku allt skólaárið. Gott er að byrja vinnuna á upphitunaræfingum og samræðureglum en eftir því sem líður á námstímann þá þarf að flétta verkefnum saman: upphitunaræfingum, samræðureglum og samræðuæfingum. Það getur til dæmis verið góð vinnuregla að hefja flestar hópastundir á upphitunaræfingu af einhverju tagi.
Mundu að taka þessari uppröðun sem tillögu og gefa nemendum alltaf svigrúm til að hafa áhrif á verkefnaval.
Enn í vinnslu…
Upphitunaræfingar:
- Heimspekileikir inngangur
- Að kjósa með fótunum
- Heimspeki bland í poka
- Spurningasafnið
- Bátagátan
- Ef hundurinn minn væri hestur
Samræðureglur:
- Samræða, reglur,viðmið
- Grunnuppskrift að samræðu
- Túlkun í heimspekilegri samræðu
- Samræðutækin hans Tom
Samræðuæfingar:
- Eyðieyjan: Hvernig lífi vil ég lifa?
- Óþekktarskalinn
- Ödipus: samræða um ástir og örlög
- Sjálfið, heimspekileg æfing
- Réttlæti, hugtakaleikur
- Hrossahlátur við matarborðið
- Samræða í dagsins önn: jafnrétti