Ógagnrýnar manneskjur

Í þessu verkefni læra nemendur að þekkja fimm hugsanagerðir. Ein gerðin (pælarinn) er fyrirmynd að gagnrýninni manneskju en hinar fjórar gerðirnar (hrekkleysinginn, dúllarinn, þverúðarseggurinn og flatneskjan) eru ógagnrýnar manneskjur. Eftir innlögn vinna nemendur í hópum þar sem þeir búa til leikþátt sem sýnir samtal milli manngerðanna fimm.

Aldur nemenda: Unglingastig
Viðfangsefni: Gagnrýnin hugsun, leikræn tjáning
Færnimarkmið: Lykilhæfni (gagnrýnin og skapandi hugsun, sjálfstæði og samvinna)
Efni og áhöld: Innlögn kennara. Nemendur þurfa að hafa verkefnalýsingu á blaði eða rafrænu skjali hjá sér.
Tími/umfang: 100-160 mínútur
Höfundur, þýðing og aðlögun: Hugsanagerðirnar byggja á grein Kristjáns Kristjánssonar. (1990). Líður þeim best sem lítið veit og sér? Hugvekja um heimsku. Ný menntamál, 8. árg., 4. tlbl., bls. 24-28. Verkefnið er sett í búning af Brynhildi Sigurðardóttur.

Verkefnalýsing er í bókinni Hvað heldur þú?

Myndin er fengin af vefnum: https://freesvg.org/thinker

Skrifað í Þekkingarfræði, Framhaldsskóli, Gagnrýnin hugsun, Grunnskóli, Grunnskóli, unglingastig, Hlutverkaleikir, Læsi, Rökfræði, Siðfræði, Sköpun, unglingastig
%d bloggurum líkar þetta: