Eru allir öðruvísi? Kennslubók eftir Jóhann Björnsson

Eru allir öðruvísi? er lítil bók um heimspeki og fjölmenningu sem hentar til að kveikja umræðu með börnum og unglingum. Jóhann Björnsson er höfundur bókarinnar sem er skemmtilega myndskreytt af syni hans, Birni Jóhannssyni.

Verkefnið í hnotskurn:

Aldur nemenda: 10-16 ára
Viðfangsefni: menning, fjölmenning, fordómar, land, þjóðerni, tungumál, matur, trú o.m.fl.
Færni- og viðhorfamarkmið: Með umræðu um efni bókarinnar má þjálfa flesta færniþætti sem skilgreindir eru í námskrá Verkefnabankans
Efni og áhöld: Rafræn eða útprentuð eintök af bókinni. Gott getur verið að klippa út spurningar sem birtar eru í bókinni til að vinna sérstaklega með þær.
Tími/umfang: Allt frá einni kennslustund upp í heila önn.
Höfundur: Jóhann Björnsson, (https://heimspekismidja.wordpress.com/). Myndir teiknaðar af Birni Jóhanssyni.

Bókina má nálgast hér.

Leiðbeiningar um umræðustjórnun má t.d. finna hér.

Hægt er að vinna á margvíslegan hátt með kveikjur eins og finna má í bókinni Eru allir öðruvísi?, sjá t.d.:

Skrifað í Frumspeki, Grunnskóli, Grunnskóli, miðstig, Grunnskóli, unglingastig, Jafnrétti, Lýðræði og mannréttindi, Siðfræði
%d bloggurum líkar þetta: