Get ég hitt sjálfa mig fyrir? Hvað ef „fimm ára ég“ hitti „55 ára ég“ í sjoppu og við færum að ræða hvort rétt væri að kaupa kíló af lakkrís? Værum við sammála? Jason Buckley hefur skrifað sögu sem fjallar um einmitt svona aðstæður og ýtir okkur út í pælingar um hvort og hvernig við getum reiknað út hvað sé rétt að gera. Hvað er rétt fyrir hvern?
Verkefnið í hnotskurn
- Aldur nemenda: unglingar og eldri
- Viðfangsefni: sjálfið, siðfræði, hamingja, nytjastefna
- Færni- og viðhorfamarkmið: samræða út frá sögu þjálfar flest markmiðin í námskrá Verkefnabankans og kennarinn getur valið hverju sinni hvaða markmið hann leggur áherslu á með hópnum.
- Efni og áhöld: ljósrit af sögunni fyrir nemendur, tafla til að skrifa upp spurningar og hugmyndir.
- Tími/umfang: 40-80 mínútur
- Höfundur verkefnis: Jason Buckley
- Þýðing og viðbætur: Brynhildur Sigurðardóttir