Ofbeldi – hugtakaleikur

ofbeldiOfbeldi á sér stað. Þegar skólar vinna að því að skilgreina jákvæð samskipti og skólabrag snýst það að miklu leyti um að byggja upp samskiptamynstur og andrúmsloft þar sem ofbeldi er í lágmarki. Í flestum skólum tekst þetta vel og oft tengist það því að málin eru rædd opinskátt og samfélagið leitar sameiginlegra leiða til að halda samskiptum jákvæðum og leysa mál á uppbyggilegan hátt. Hér er kennsluseðill sem lýsir hugtakaleik um ofbeldi. Í verkefninu skilgreina nemendur ofbeldi með því að rýna í dæmi úr daglegu lífi og skólastarfi til að finna hvaða rök skipta máli.

Verkefnið í hnotskurn
  • Aldur nemenda: 10 ára og upp úr
  • Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti
  • Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar
  • Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar
  • Efni og áhöld: Útprentuð dæmaspjöld, þrjú afmörkuð svæði í heimakrók eða á töflu, merkt með skiltum (ofbeldi, ekki ofbeldi, ???)
  • Tími/umfang: 80-120 mínútur
  • Höfundur verkefnis: Brynhildur Sigurðardóttir, fyrirmyndin fengin frá Golding, C. (2002). Connecting concepts: thinking acrivities for students. Melbourne: ACER.
Kennsluseðillinn
Skrifað í Grunnskóli, miðstig, Heilbrigði og velferð, Hugtakaleikir, Jafnrétti, Lýðræði og mannréttindi, Siðfræði
%d bloggurum líkar þetta: