Myndir sem kveikjur að samræðu

kerstensMyndlist er frábær stökkpallur fyrir samræðu. Hér langar okkur til að benda á listaverk sem auðvelt er að nálgast á netinu og þar með varpa upp á skjávarpa og njóta með nemendum. Samræðuna má síðan tvinna eftir hefðbundnum reglum og leiðbeiningar um það má meðal annars lesa hér eða í leiðbeiningunum um samræðutækin hans Tom.

Dæmi um hvernig myndlist er nýtt í heimspekikennslu má lesa hér í frásögn af verkefni sem Ingimar Waage myndlistar- og heimspekikennari í Garðaskóla vann með nemendum sínum.

Saatchi Gallery heldur úti frábærri Facebook síðu þar sem ný og spennandi listaverk birtast nánast daglega. Oftar en ekki fá myndirnar hugann til að byltast um og kasta fram spurningum.  Dæmi um það er myndin „Bag“ eftir Hendrik Kerstens. Er þetta ljósmynd eða málverk? List eða fjölskyldualbúm? Nýtt eða gamalt?

escher

Myndir M.C. Escher reyna á ímyndunaraflið og ýta undir spurningar um hvað sé mögulegt.

ChoiXooAng-5

Choi Xoo Ang er listamaður frá Kóreu. Manneskjan og tilfinningar hennar eru megin viðfangsefni hans og mörg verka hans eru afar áhrifaríkar myndir sem vekja spurningar um einstakar manneskjur og tengslin á milli þeirra. Myndir Ang má meðal annars nálgast á Facebook síðu hans og á tumblr.

Skrifað í Fagurfræði, Framhaldsskóli, Grunnskóli, miðstig, Grunnskóli, unglingastig, Grunnskóli, yngsta stig, Sköpun
%d bloggurum líkar þetta: