Hvernig verða börn að gagnrýnum einstaklingum? Er það vegna einhvers sem þau læra í skóla? Eða læra þau það af foreldrum sínum.
Líklega er skýringin hvorki einhliða né einföld. Hrannar Baldursson heimspekingur og menntunarfræðingur skrifar greinina sem Verkefnabankinn birtir hér í kennsluseðli til að gefa foreldrum góð ráð um hvernig hægt er að hvetja börn til gagnrýninnar hugsunar. Greinin birtist upphaflega í tímaritinu Vikunni og er hér birt lítið breytt.
Á bloggsíðunni Grade Infinity má líka lesa leiðbeiningar til foreldra sem vilja kenna börnum sínum gagnrýna hugsun. Í blogginu má finna tengla inn á myndbönd og leiki sem tengjast efninu.