Titanic: hver fer fyrstur í björgunarbátinn?

titanicÞetta er verkefni sem fylgir hefðbundinni barnaheimspeki uppskrift: saga – spurningar nemenda – samræða – samantekt í lokin. Við gefum uppskrift að ákveðnu ferli sem þér er að sjálfsögðu velkomið að breyta út frá og þróa eins og þér og nemendum þínum hentar best.

Sagan af Titanic er samin af Jason Buckley með hjálp nemenda hans eftir samræðu um reglur af ýmsu tagi. Meðal þess sem rætt var í samræðunni var hvort reglan „dömurnar fyrst“ væri góð eða slæm regla. Að samræðunni lokinni fór Buckley í gegnum það sem nemendur höfðu lagt til málanna og færði rök þeirra inn í söguna af skipstjóra og fleiri starfsmönnum á hinu sögufræga skipi Titanic.

Verkefnið í hnotskurn
  • Aldur nemenda: 9-13 ára
  • Viðfangsefni: siðfræði, reglur, hverjum á að bjarga?
  • Færni- og viðhorfamarkmið: samræða út frá sögu þjálfar flest markmiðin í námskrá Verkefnabankans og kennarinn getur valið hverju sinni hvaða markmið hann leggur áherslu á með hópnum.
  • Efni og áhöld: ljósrit af sögunni fyrir nemendur, töflu til að skrifa upp spurningar
  • Tími/umfang: 40-80 mínútur
  • Höfundur verkefnis: Jason Buckley
  • Þýðing og viðbætur: Brynhildur Sigurðardóttir
Kennsluseðillinn
Skrifað í Grunnskóli, miðstig, Hlutverkaleikir, Jafnrétti, Lýðræði og mannréttindi, Siðfræði, Sjálfbærni