Að hugsa hið óhugsandi

escherEin leið til að fást við raunveruleg álitamál er að nálgast þau í gegnum óraunveruleg dæmi. Fyrir marga þátttakendur í samræðu getur verið fráhrindandi að fara beint á kaf í umræðu um raunverulegar aðstæður eins og hvort það sé sanngjarnt að sumir eigi flottari bíla en aðrir eða hvort það sé sanngjarnt að sumir séu fatlaðir og aðrir ekki. Þátttakendur í umræðunni hræðast oft að þeir viti minna en aðrir og muni líti illa út ef það komi í ljós. Það er algengt að fólki á öllum aldri finnist það hafa minna fram að færa en aðrir þátttakendur og velji þess vegna að þegja.

Í kennsluseðlinum hér að neðan eru gefnar uppskriftir að þremur verkefnum þar sem nemendur eru látnir leika sér með óhugsandi hugsanir. Verkefnin henta nemendum frá 5 ára aldri, hægt er að vinna þau öll eða taka eitt þeirra út og prófa með nemendum.

Verkefnið í hnotskurn
  • Aldur nemenda: 5-12 ára
  • Viðfangsefni: raunverulegt, ímyndað, óhugsandi, réttlæti, sanngirni
  • Færnimarkmið: ýmis markmið af þrepum 1 og 2 í námskrá Verkefnabankans, sérstaklega varðandi það að hlusta, segja skoðun sína og finna tengingar milli eigin hugmynda og annarra
  • Viðhorfamarkmið: ýmis markmið af þrepum 1 og 2 í námskrá Verkefnabankans, sérstaklega varðandi það að vilja hugsa með öðrum og viðurkenna eigin vanþekkingu
  • Efni og áhöld: töflu til að skrifa á þannig að allir nemendur sjái, gott að nemendur hafi vinnubók til að skrifa í
  • Tími/umfang: 20-80 mínútur (í kennsluseðlinum eru þrjú verkefni, ekki er ætlast til að þau séu öll unnin í einni runu)
  • Höfundur verkefnis: Jason Buckley
  • Þýðing og viðbætur: Brynhildur Sigurðardóttir
Kennsluseðillinn
Skrifað í Að hafa skoðun, Þekkingarfræði, Grunnskóli, miðstig, Grunnskóli, yngsta stig, Jafnrétti, Lýðræði og mannréttindi, Siðfræði
%d bloggurum líkar þetta: