Verkefnið Eyðieyja vekur nemendur til umhugsunar um hvað skipti þá mestu máli í lífinu og hvað. Með því að setja sig í spor einbúans fá þeir skemmtilegt tækifæri til að bera hugmyndir sínar saman við hugmyndir félaga í bekknum.
Þetta verkefni hefur Jóhann Björnsson kennari í Réttarholtsskóla notað í litlum og stórum hópum og í kennsluseðlinum eru sérstakar leiðbeiningar um vinnuferli í mjög fjölmennum bekkjum.
Verkefnið í hnotskurn
- Aldur nemenda: unglingar
- Viðfangsefni: hvernig lífi vil ég lifa?
- Færnimarkmið: þrep 1: hlustar og horfir á þann sem talar, rökstyður mál sitt
- Viðhorfamarkmið: þrep 1: einbeitir sér að viðfangsefninu, þorir að segja skoðun sína
- Efni og áhöld: töflu til að skrifa á, ljósrit af verkefnablaði fyrir nemendur ef áhugi er á því að vinna verkefnið skriflega
- Tími/umfang: 1-2 kennslustundir
- Höfundur verkefnis: Jóhann Björnsson, Ingimar Waage
- Mynd í verkefninu er eftir Sinbad Richardson