Nemendur sem komast upp á lagið með að greina heimspekilega þræði í kvikmyndum geta haft mikinn áhuga á greina uppáhalds kvikmyndirnar sínar og deila slíkri greiningu með öðrum. Í ritgerðarverkefni Ragnheiðar Eiríksdóttur framhaldsskólakennara gefst tækifæri fyrir nemendur að taka kvikmynd að eigin vali og gera grein fyrir heimspekinni í henni.
Áður en nemendur vinna þetta verkefni er gott að kennari sé búinn að leiða þá í gegnum verkefni þar sem nemendur fá meiri handleiðslu um hvernig hægt er að finna heimspekilegar spurningar og greina þær. Slík verkefni má vinna hér í Verkefnabankanum.
Verkefnið í hnotskurn
- Aldur nemenda: framhaldsskóli
- Viðfangsefni: gagnrýnin hugsun, önnur viðfangsefni geta verið af ýmsu tagi og fara eftir vali nemenda á kvikmyndum
- Færnimarkmið:
- Þrep 3: Nemandi finnur faldar forsendur, getur útskýrt ólík sjónarmið og gagnrýnir uppbyggilega
- Viðhorfamarkmið:
- Þrep 3: Nemandi sýnir frumkvæði í að beita gagnrýninni hugsun
- Efni og áhöld: Ljósrit af fyrirmælablaði, nemendur útvega sjálfir kvikmyndirnar sem þeir rýna.
- Tími/umfang: Skilaverkefni sem ætlast er til að nemendur vinni heima að miklu leyti. Gott getur verið að taka frá 2-3 kennslustundir þar sem nemendur geta leitað til kennara í vinnuferlinu, fengið leiðsögn, ábendingar og yfirlestur.
- Höfundur verkefnis: Ragnheiður Eiríksdóttir, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands