Kvikmyndin The Matrix hefur orðið mikil uppspretta heimspekilegra rannsókna. Eflaust má færa fyrir því rök að kvikmyndin hafi kveikt áhuga ungs fólks á kvikmyndinni og opnað heim greinarinnar fyrir víðari hópi. Í verkefni Ragnheiðar Eiríksdóttur framhaldsskólakennara glíma nemendur við fjórar spurningar sem leiða þá áfram í rannsóknum á grundvallarspurningum vestrænnar heimspeki.
Verkefnið í hnotskurn
- Aldur nemenda: framhaldsskóli
- Viðfangsefni: frumspeki, þekkingarfræði, Descartes, Hellislíking Platóns, raunveruleiki, þekking, sjálfsþekking, blekking, samfélag, hjarðhegðun, sjálfstæð hugsun
- Færnimarkmið:
- Þrep 3: Nemandi finnur faldar forsendur, getur útskýrt ólík sjónarmið og gagnrýnir uppbyggilega
- Viðhorfamarkmið:
- Þrep 3: Nemandi sýnir frumkvæði í að beita gagnrýninni hugsun
- Efni og áhöld: Kvikmyndin The Matrix, heimildamyndin Return to the Source, ljósrit af verkefnablöðum (sjá neðar í kennsluseðlinum), textar eftir Platón og Descartes
- Tími/umfang: 4-6 kennslustundir (horfa á kvikmynd+umræður+heimildamynd+vinna við verkefnablöðin)
- Höfundur verkefnis: Ragnheiður Eiríksdóttir, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands