John Q.

john-QKvikmyndin John Q. vekur upp ýmsar siðferðilegar spurningar sem nýtast vel í samræðu með nemendum. Í verkefni sem Ragnheiður Eiríksdóttir framhaldsskólakennari hefur samið takast nemendur á við þessar spurningar í gegnum hlutverkaleik. Í leiknum þurfa nemendur að setja sig í spor ákveðinna sögupersóna og  fá þar með tækifæri til að máta ýmis rök og sjónarmið sem eru jafnvel gjörólík þeirra eigin. Þannig gefst þeim tækifæri til að kafa dýpra í samræðunni og víkka sjóndeildarhringinn. 

Verkefnið í hnotskurn
 • Aldur nemenda: framhaldsskóli
 • Viðfangsefni: siðfræði, réttlæti, samfélag, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, réttarhöld
 • Færnimarkmið:
  • Þrep 3: Nemandi gerir greinarmun á staðreyndum og gildum, getur útskýrt ólík sjónarmið, gagnrýnir uppbyggilega
 • Viðhorfamarkmið:
  • Þrep 3: Nemandi virðir skoðanir annarra þannig að þær geta raunverulega haft áhrif á hugsun hans, heldur aftur af eigin hugmynd í þágu rannsóknar
 • Efni og áhöld: Kvikmyndin John Q., ljósrit af verkefnablöðum (sjá neðar í kennsluseðlinum)
 • Tími/umfang: Kvikmyndasýning og umræður 2-4 kennslustundir, Hlutverkaleikur 1-2 kennslustundir.
 • Höfundur verkefnis: Ragnheiður Eiríksdóttir, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands
Kennsluseðillinn
Skrifað í Framhaldsskóli, Heilbrigði og velferð, Hlutverkaleikir, Jafnrétti, Kvikmyndir, Lýðræði og mannréttindi, Siðfræði
%d bloggurum líkar þetta: