Gátur geta verið skemmtilegar og bjóða auðveldlega upp á glímu við spurningar sem þjálfar rökhugsun og eykur imyndunaraflið hjá börnum og fullorðnum. Unglingar hafa gjarnan gaman af þversögnum og að leika sér að því að leggja þær hvert fyrir annað. Þetta verkefni er upplagt til notkunar í heimspeki með unglingum þar sem það gefur þeim færi á að bregða a leik með ýmsar hugarþrautir.
Verkefnið í hnotskurn
- Aldur nemenda: unglingar og fullorðnir
- Viðfangsefni: að læra að þekkja þversagnir og glíma við hugarþrautir sem þjálfa rökhugsun
- Færnimarkmið: Þrep 2: Nemandi dregur rökréttar ályktanir, getur bent á forsendur hugmynda, getur greint góð rök frá slæmum rökum Þrep 3: finnur faldar forsendur, getur útskýrt ólík sjónarmið
- Viðhorfamarkmið: Þrep 1: einbeitir sér að viðfangsefninu, sýnir vilja til að útskýra mál sitt
- Efni og áhöld: ljósritað verkefni fyrir nemendur
- Tími/umfang: 40-120 mínútur, við mælum með því að nemendur fái svigrúm til að ræða saman um gáturnar og hjálpa hver öðrum að leysa þær
- Höfundur verkefnis: Brynhildur Sigurðardóttir
Kennsluseðillinn