Vennmyndir, gagnlegt rökgreiningartæki

venn

Það er góð hugarþjálfun að skoða tengsl fyrirbæra og það má gera til dæmis með vennmyndum. Vennmyndir hjálpa okkur að sjá sameiginleg einkenni ólíkra fyrirbæra og hvað greinir þau að, eins og sýnt er í myndinni um fiska og hvali hér til hliðar.

Verkefnið í hnotskurn
 • Aldur nemenda: allur aldur
 • Viðfangsefni: að nýta venn myndir til að varpa ljósi á tengsl hugtaka og fyrirbæra
 • Færnimarkmið:
  • Þrep 1: getur bent á tengsl milli tveggja eða fleiri hugmynda (t.d. „… er eins og…” eða „… er allt öðruvísi en…”)
  • Þrep 2: dregur rökréttar ályktanir
  • Þrep 3: getur útskýrt ólík sjónarmið
 • Viðhorfamarkmið:
  • Þrep 1: sýnir vilja til að útskýra mál sitt, sýnir vilja til að skilja aðra, sýnir vilja til að hugsa með öðrum
 • Efni og áhöld: útprentuð vennmynd, eða tafla til að skrifa á
 • Tími/umfang: æfingin fléttast inn í önnur verkefni, hún tekur sjálf ekki langan tíma
 • Höfundur verkefnis: Brynhildur Sigurðardóttir
Vennmynd, grunnformið
Vennmyndir, verkefni, kennsluseðill
Skrifað í Læsi, Rökfræði
%d bloggurum líkar þetta: