Sjálfið, heimspekileg æfing

lead-500px--new_scientist_self_01_flat_350dpiSjálfið er viðfangsefni þessa verkefnis. Það er erfitt að skilgreina í hverju sjálfsmynd hvers og eins er fólgin því að í tímans rás breytumst við; útlit, smekkur, hugmyndir o.s.frv. Þrátt fyrir það standa ákveðnir þættir tilveru okkar nær en aðrir og þeir virðast meiri grundvallaratriði og breytast hægar en aðrir. Með þessari æfingu spyrjum við okkur með hvaða hætti við breytumst ef við breytum tilteknu atriði hjá okkur.

Verkefnið í hnotskurn
 • Aldur nemenda: 10 ára og eldri
 • Viðfangsefni: sjálfið, hver er ég?
 • Færnimarkmið:
  • Þrep 1: hlustar, segir skoðun sína, rökstyður mál sitt, segir „ég er sammála/ósammála… um… af því að… “ Þrep 2: dregur rökréttar ályktanir, byggir á því sem á undan er sagt
 • Viðhorfamarkmið:
  • Þrep 1: einbeitir sér að viðfangsefninu, þorir að segja skoðun sína, sýnir vilja til að útskýra mál sitt, sýnir vilja til að skilja aðra, sýnir vilja til að hugsa með öðrum
  • Þrep 2: hefur hugrekki til að setja fram sjálfstæða skoðun og spurningu
 • Efni og áhöld: ljósrit af verkefnablaði fyrir alla nemendur
 • Tími/umfang: 40-80 mínútur
 • Höfundur verkefnis: Oscar Brenifier
 • Þýðing og viðbætur: Ingimar Ólafsson Waage
Kennsluseðillinn
Skrifað í Að hafa skoðun, Frumspeki, Grunnskóli, miðstig, Grunnskóli, unglingastig, Heilbrigði og velferð, Heimspekileg æfing, Hugtakaskalar
%d bloggurum líkar þetta: