Rökvillur eru af ýmsu tagi og í þessu verkefninu eru nokkrar rökvillur útskýrðar og nemendur þjálfaðir í að þekkja þær í einföldum dæmum. Til að koma auga á rökvillur í fjölmiðlum og samtölum er mikilvægt að horfa á samhengi þess sem sagt er: eru rökin sem notuð eru í skynsamlegu og góðu samhengi við þær fullyrðingar sem haldið er fram? Stundum er niðurstaða rökvillu rétt og sönn, en rökin sem notuð voru til að skýra niðurstöðuna eru stórgölluð.
Verkefnið í hnotskurn
- Aldur nemenda: unglingar og fullorðnir
- Viðfangsefni: að læra að þekkja algengar rökvillur
- Færnimarkmið: Þrep 3: læra að þekkja rökvillur
- Viðhorfamarkmið: Þrep 3: heldur aftur af eigin hugmynd í þágu rannsóknar
- Efni og áhöld: ljósritað verkefni fyrir nemendur
- Tími/umfang: 40-120 mínútur, gott getur verið að setja nemendum fyrir að klára verkefnið heima
- Höfundur verkefnis: Ármann Halldórsson og Róbert Jack. (2008). Heimspeki fyrir þig. Reykjavík: Mál og menning. Brynhildur Sigurðardóttir aðlagaði og setti í búning.