Greining á skoðunum, unnið í minni hópum

20110905132401!David_-_The_Death_of_SocratesSamræða í heilum bekk krefst mikillar einbeitingar nemenda og kennara. Af og til getur verið gott að brjóta hópinn upp í minni einingar til að þjálfa ákveðna færniþætti og ýta á eftir því að nemendur sem tala lítið í bekknum segi skoðun sína. Í þessu verkefni þurfa nemendur að staldra við og kanna hvort þeir skilji hópfélaga sína jafn vel og þeir halda að þeir skilji þá. Verkefnið er byggt á hugmyndum sænska heimspekikennarans Liza Haglund um hlutverk túlkunar í heimspekilegri samræðu.

Verkefnið í hnotskurn
 • Aldur nemenda: 12 ára og upp úr
 • Viðfangsefni: að glíma við heimspekilega spurningu, rökgreiningu, greina góð rök frá slæmum rökum, túlkun og skilningur
 • Færnimarkmið:
  • Þrep 1: að segja skoðun sína, að rökstyðja mál sitt
  • Þrep 2: að greina góð rök frá slæmum, að draga rökréttar ályktanir, að byggja á því sem á undan er sagt, að leiðrétta sjálfan sig, að geta útskýrt ólík sjónarmið
 • Viðhorfamarkmið:
  • Þrep 1: að einbeita sér að verkefninu, að sýna vilja til að hugsa með öðrum
  • Þrep 2: að sýna vilja til að rannsaka ágreining, að þora að gagnrýna eigin hugsanir og annarra
 • Efni og áhöld: ljósrit af verkefnablaði nemenda, sjá neðar í þessum kennsluseðli. Ljósritið jafn mörg eintök og hóparnir í bekknum eiga að vera, klippið svo niður þannig að hver nemandi fái einn miða.
 • Tími/umfang: 20-40 mínútur
 • Höfundur: Brynhildur Sigurðardóttir
Kennsluseðillinn

Skrifað í Að draga ályktanir, Að hafa skoðun, Þekkingarfræði, Grunnskóli, miðstig, Grunnskóli, unglingastig, Jafnrétti, Læsi
%d bloggurum líkar þetta: