Alhæfingar

Howling WolfÞað getur verið lærdómsríkt verkefni að fást við alhæfingar en alhæfingar eru fullyrðingar sem segja mjög mikið og gefa lítið svigrúm fyrir undantekningar. Það getur t.d. hjálpað nemendum að komast að því hvort þeir hafi nægilegar upplýsingar eða þekkingu til að geta haldið rannsókn áfram með góðu móti að kanna hvort alhæfingar sem settar eru fram eigi rétt á sér.

Verkefnið í hnotskurn
 • Aldur nemenda: 10-14 ára
 • Viðfangsefni: Að læra að þekkja alhæfingar, kosti þeirra og galla
 • Færnimarkmið:
  • Þrep 2: dregur rökréttar ályktanir
  • Þrep 3: þekkir algengar rökvillur
 • Viðhorfamarkmið:
  • Þrep 2: getur greint góð rök frá slæmum rökum
  • Þrep 3: heldur aftur af eigin hugmynd í þágu rannsóknar
 • Efni og áhöld: útprentuð verkefnablöð fyrir kennara og/eða nemendur
 • Tími/umfang: 40-80 mínútur hvort verkefni
 • Höfundur verkefnis: Brynhildur Sigurðardóttir
Kennsluseðillinn
Skrifað í Grunnskóli, miðstig, Grunnskóli, unglingastig, Læsi, Rökfræði