Úlfur! Úlfur!

close_up_of_wolfs_blue_eyes_with_bits_of_snow-640x318_largeÚlfar eru merkilegar skepnur, grimmar en á sama tíma félagslyndar og umhyggjusamar. Hér bjóðum við upp á nokkur verkefni um úlfa. Kjarninn í vinnunni er hugtakaleikur sem unnin er út frá margvíslegum myndum af úlfum. Hugtakaleikurinn snýst um að skilgreina hvað raunverulegur úlfur sé.

Verkefnið í hnotskurn
  • Aldur nemenda: 4 – 12 ára (yngstu nemendur geta unnið myndatengd verkefni og leiki, eldri geta unnið allt ferlið)
  • Viðfangsefni: raunveruleiki, úlfar, vondur og góður, venn myndir, hugtakaskali
  • Færnimarkmið: 
  • Þrep 1: hlustar og horfir á þann sem talar, virðir það að einn tali í einu segir skoðun sína, notar sammála/ósammála… af því að…, rökstyður mál sitt
  • Viðhorfamarkmið: 
  • Þrep 1: einbeitir sér að viðfangsefninu, þorir að segja skoðun sína, sýnir vilja til að útskýra mál sitt
  • Efni og áhöld: útprentaðar gátur fyrir hópa;  sippubönd, límband og/eða spjöld til að merkja flokka á gólfinu, útprentaðar myndir af úlfum, pláss á gólfinu, nemendur sitja í hring, töflu og penna
  • Tími/umfang: 20-160 mínútur (eftir því hvort allir hlutar eru unnir eða bara brot úr dagskránni)
  • Höfundar: Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir, Brynhildur Sigurðardóttir
Úlfur! Úlfur! Hugtakaleikur með myndasafni
Þemaverkefni um úlfa, kennsluseðill
Auglýsingar
Skrifað í Grunnskóli, yngsta stig, Læsi, Leikskóli, Siðfræði, Sjálfbærni