Hugurinn – hugtakaleikur

BrainHugtakaleikir eru samræðuverkefni sem unnin eru til að skilgreina hugtak sem kennari eða nemendur hafa ákveðið að taka fyrir. Kveikjan er dæmasafn og í þessum hugtakaleik er dæmasafnið úrval mynda. Leikurinn hentar því jafnt nemendur sem kunna að lesa og þeim sem eru enn svo ungir að þeir hafa ekki náð tökum á lestrinum.

Verkefnið í hnotskurn
  • Aldur nemenda: 4-12 ára
  • Viðfangsefni: hugur
  • Færni- og viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti sem skilgreindir eru í námskrá Verkefnabankans
  • Efni og áhöld: Útprentuð dæmaspjöld, þrjú afmörkuð svæði í heimakrók eða á töflu, merkt með skiltum (hefur huga, hefur ekki huga, ?)
  • Tími/umfang: 40-80 mínútur
  • Höfundur verkefnis: Brynhildur Sigurðardóttir
Kennsluseðill
Skrifað í Frumspeki, Grunnskóli, miðstig, Grunnskóli, yngsta stig, Hugtakaleikir, Leikskóli, Samræðufærni
%d bloggurum líkar þetta: