Liza Haglund heimspekikennari í Svíþjóð heldur því fram að ástundun heimspekinnar felist í grundvallaratriðum í túlkun. Hún byggir þessa hugmynd m.a. á kenningum heimspekingsins Donald Davidson sem hefur fjallað um að í samtölum fólks sé aldrei hægt að gefa sér fyrirfram að allir skilji hlutina á sama hátt en það má treysta því að fólk hafi hæfileikann til að skilja hvort annað – það þarf bara að leggja sig fram til að gagnkvæmur skilningur náist.
Verkefnið í hnotskurn
- Aldur nemenda: allur aldur
- Viðfangsefni: spurningar sem kennari og nemendur beita til að kanna hvort þau skilja það sem fram fer í samræðu og túlka það rétt
- Færnimarkmið:
- Þrep 1: notar spurningar til að stjórna og dýpka samræðuna
- Viðhorfamarkmið:
- Þrep 1: sýnir vilja til að skilja aðra, sýnir vilja til að útskýra mál sitt, sýnir vilja til að hugsa með öðrum
- Efni og áhöld: útprentaður listi með spurningunum
- Tími/umfang: á meðan samræða er í gangi
- Höfundur verkefnis: Liza Haglund
- Þýðing: Ylfa Jóhannesdóttir