Til að búa nemendur undir að taka þátt í samræðu alls bekkjarins er gott að gera skemmtilegar æfingar þar sem nemendur tala saman í minni hópum eða pörum. Spurningatennis er slíkur leikur. Fyrirmyndin að þessum leik kemur úr kvikmyndinni „Rosencrantz and Guildenstern are dead“ þar sem tvær aukapersónur úr leikriti Shakespeare um Hamlet eru í aðalhlutverki. Spurningatennis þeirra félaga má skoða á Youtube.
Verkefnið í hnotskurn
- Aldur nemenda: 10 ára og upp úr
- Viðfangsefni: spurningar, sköpun, þora að tala upphátt, hugsa í gegnum spurningar
- Færnimarkmið: hlusta og horfa á þann sem talar, spyrja heimspekilegra spurninga,
- Viðhorfamarkmið: sýna vilja til að hugsa með öðrum, einbeita sér að viðfangsefninu, sýna forvitni
- Efni og áhöld: í þessa æfingu þarf lítið sem ekkert. Kennarinn þarf að útskýra reglur leiksins vel fyrir nemendum áður en þeir byrja.
- Tími/umfang: 10-20 mínútur
- Höfundur verkefnis: Brynhildur Sigurðardóttir