Verkefnið um óþekktarskalann býður nemendum að velta fyrir sér hvað sé betri hegðun og hvað sé verri hegðun. Nokkur hversdagsleg dæmi eru lögð fyrir nemendur sem raða þeim frá hinu „óþekkasta“ til hins „þægasta“. Verkefnið hefur vakið ýmsar spurningar í nemendahópum, til dæmis hvort sé verra: líkamlegt eða andlegt ofbeldi?
Verkefnið í hnotskurn
- Aldur nemenda: 6-14 ára
- Viðfangsefni: hegðun, þægur, óþekkur, agi, nemendur og kennarar, skóli, vinir
- Færnimarkmið:
- Þrep 1: hlusta og horfa á þann sem talar, segja skoðun sína, rökstyðja mál sitt
- Viðhorfamarkmið:
- Þrep 1: sýna vilja til að hugsa með öðrum, þora að segja skoðun sína, sýna vilja til að útskýra mál sitt og skilja aðra
- Efni og áhöld: Dæmasafnið ljósritað í jafn mörgum eintökum og hóparnir sem vinna eiga verkefnið í bekknum, kennaratyggjó svo nemendur geti hengt dæmasöfnin sín á töfluna
- Tími/umfang: 40-80 mínútur
- Höfundur verkefnis: Jason Buckley
- Þýðing og viðbætur: Brynhildur Sigurðardóttir