Hugtakaskalann má útfæra á ýmiss konar viðfangsefni. Við hvetjum ykkur til að byrja á „krúttlegur“ og þróa síðan ykkar eigin dæmasöfn eftir áhuga og viðfangsefnum hverju sinni.
Verkefnið í hnotskurn
- Aldur nemenda: 6 ára og eldri
- Viðfangsefni: Hugtakagreining, samanburður
- Færnimarkmið:
- Þrep 1: Segir skoðun sína, rökstyður skoðun sína.
- Viðhorfamarkmið:
- Þrep 1: Þorir að segja skoðun sína, sýnir vilja til að útskýra mál sitt, sýnir vilja til að skilja aðra.
- Þrep 2: Sýnir vilja til að rannsaka ágreining, getur sleppt eignarhaldinu af hugmynd og eignað hópnum hana.
- Efni og áhöld: Hópar þurfa að geta farið afsíðis til að flokka dæmasafnið án þess að hinir hóparnir sjái/heyri, dæmasafn í jafn mörgum eintökum og hóparnir eru margir, kennaratyggjó til að hengja dæmi upp á töflu, töflutúss til að skrifa skalann á kennaratöfluna.
- Tími/umfang: 30-40 mínútur
- Höfundar: Jason Buckley, Jóhann Björnsson, Brynhildur Sigurðardóttir