Þetta verkefni er gott til að hrista nemendur saman þegar þeir eru að kynnast eða til að vekja þá þegar þörf er á að koma blóðinu á hreyfingu. Verkefnið getur staðið sem upphitun eitt og sér. Kennari getur líka valið spurningarnar sem hann notar í æfingunni þannig að þær þjóna sem inngangur að frekari samræðu bekkjarins.
Verkefnið í hnotskurn
- Aldur nemenda: 5 ára og eldri
- Viðfangsefni: upphitun fyrir samræðu, hópefli
- Færnimarkmið:
- Þrep 1: er sammála/ósammála, rökstyður skoðanir sínar.
- Viðhorfamarkmið:
- Þrep 1: Einbeitir sér að viðfangsefninu, þorir að segja skoðun sína.
- Efni og áhöld: Gott gólfrými, listi kennara með spurningum til að spyrja bekkinn (t.d. spurningar á þessu verkefnablaði)
- Tími/umfang: 10-15 mínútur
- Höfundur verkefnis: Jason Buckley
- Þýðing og viðbætur: Brynhildur Sigurðardóttir