Heimspekileikir – inngangur

3653355-used-old-pencilsLeikir eru vinsælir í heimspekikennslu og sérlega nytsamlegir í fyrstu kennslustundunum með nýjum hópum. Í verkefnabanka Heimspekitorgsins eru leikir af ýmsu tagi en þeir þjálfa allir grunnþætti samræðunnar: hugsun – skuldbindingu – rökstuðning – sjálfsleiðréttingu. Í þessari grein er hlutverk grunnþáttanna útskýrt. 

Verkefnið í hnotskurn
  • Aldur nemenda: 3 ára og eldri
  • Viðfangsefni: upphitun fyrir samræðu eða inngangur að samræðu
  • Færnimarkmið: 
    • Þrep 1: spyr heimspekilegra spurninga, er sammála/ósammála, rökstyður skoðanir sínar.
    • Þrep 2: byggir á því sem á undan er sagt, dregur rökréttar ályktanir, leiðréttir sjálfan sig í ljósi nýrra raka.
  • Viðhorfamarkmið: 
    • Þrep 1: Einbeitir sér að viðfangsefninu, þorir að segja skoðun sína.
    • Þrep 2: Sýnir vilja til að rannsaka ágreining, hefur hugrekki til að setja fram sjálfstæða skoðun og spurningu.
  • Efni og áhöld: Gott gólfrými, e.t.v. spjöld sem búið er að skrifa á spurningar, skoðanir eða hugtök
  • Tími/umfang: 5 mínútur og lengur eftir þörfum
  • Höfundur: Jason Buckley
  • Þýðing og viðbætur: Brynhildur Sigurðardóttir

Kennsluseðillinn

Skrifað í Þekkingarfræði, Grunnskóli, miðstig, Grunnskóli, unglingastig, Grunnskóli, yngsta stig, Læsi, Leikskóli, Rökfræði, Samræðufærni
%d bloggurum líkar þetta: