Til að búa nemendur undir að taka þátt í samræðu alls bekkjarins er gott að gera skemmtilegar æfingar þar sem nemendur tala saman í minni hópum eða pörum. Heimspeki bland í poka er slíkur leikur og hér eru gefnar tvær útgáfur af leiknum. Í seinna tilbrigðinu er unnið út frá myndum og hægt er að nota þennan leik með mjög ungum heimspekinemendum.
Verkefnið í hnotskurn
- Aldur nemenda: 5 ára og upp úr
- Viðfangsefni: upphitun að samræðu, heimspekilegar spurningar, líkt og ólíkt, flokkun, tengsl, dýr
- Færnimarkmið: Þrep 1: hlusta og horfa á þann sem talar, segja skoðun sína, rökstyðja mál sitt
- Viðhorfamarkmið: Þrep 1: sýna vilja til að hugsa með öðrum, þora að segja skoðun sína, sýna vilja til að útskýra mál sitt og skilja aðra
- Efni og áhöld: Miðar með heimspekilegum spurningum (bland 1), miðar með dýramyndum (bland 2), stofa þar sem er pláss fyrir þátttakendur að ganga aðeins um.
- Tími/umfang: 10-30 mínútur
- Höfundur verkefnis: Jason Buckley.
- Þýðing og viðbætur: Brynhildur Sigurðardóttir