Heimspekileikurinn „Að kjósa með fótunum“ er góður til að hrista nemendur saman þegar þeir eru að kynnast og fá þá til að byrja að segja skoðun sína í hópnum. Ef leikurinn er unninn út frá myndum eins og finna má í þessu safni frá Jason Buckley getur þú notað hann með nemendum sem eru ekki farnir að lesa og jafnvel mjög ungum börnum – þessi eldri hafa líka gaman að! Þú getur síðan breytt myndasafninu eins og þér dettur í hug eða jafnvel látið nemendur þína búa til nýtt myndasafn fyrir leikinn.
Verkefnið í hnotskurn
- Aldur nemenda: 3 ára og eldri
- Viðfangsefni: hópefli, að mynda sér skoðun
- Færnimarkmið:
- Þrep 1: Er sammála/ósammála, segir skoðun sína, rökstyður skoðun sína.
- Viðhorfamarkmið:
- Þrep 1: Einbeitir sér að viðfangsefninu, þorir að segja skoðun sína.
- Efni og áhöld: Gott gólfrými, spurning (1 eða fleiri) til að spyrja hópinn, blöðum með svörum á (í orðum eða myndum) dreift um stofuna
- Tími/umfang: 10-20 mínútur
- Höfundur: Jason Buckley
- Þýðing og viðbætur: Brynhildur Sigurðardóttir