Sögur af Nasreddin Hodja

Topkapi-museum-hocaSögurnar af Nasreddin eru jafn frægar í Tyrklandi og sögurnar af Bakkabræðrum eru á Íslandi. Þær eru úrvals hráefni í heimspekilegar vangaveltur og rannsóknir vegna þess að þær sýna okkur óvæntar hliðar á mannlegri hegðun. Oft sýna sögurnar þau atvik sem við mennirnir viljum helst fela og gleyma. Vegna þess að sögurnar hafa oft óvæntan endi þá er upplagt að biðja nemendur um að túlka þær og tvinna samræðu út frá ólíkum túlkunum þeirra. 

Verkefnið í hnotskurn
  • Aldur nemenda: frá 8 ára og upp úr
  • Viðfangsefni: mannleg hegðun og mótsagnir
  • Færni- og viðhorfa markmið: sögurnar má nota á ýmsan hátt og kennarar geta tengt úrvinnsluna þeim markmiðum sem henta bekknum/hópnum hverju sinni. Yfirlit um samræðumarkmið Verkefnabankans má nálgast á vefnum.
  • Efni og áhöld: kennari getur lesið sögu fyrir nemendur eða látið þá hafa ljósritað eintak. Nemendur þurfa að hafa blað (vinnubók) og blýant, kennarinn þarf töflu til að skrifa á.
  • Tími/umfang: sveigjanlegur
  • Höfundur verkefnis: Brynhildur Sigurðardóttir bjó textana til kennslu. Byggt er á þýðingum Þorsteins Gíslasonar sem komu út hjá bókaútgáfunni Leiftri í Reykjavík um miðja 20. öld.
  • Mynd í verkefni: Úr handskrifaðri bók frá XVII öld. 
Sögur af Nasreddin Hodja
Skrifað í Þekkingarfræði, Framhaldsskóli, Grunnskóli, miðstig, Grunnskóli, unglingastig, Grunnskóli, yngsta stig, Heilbrigði og velferð, Jafnrétti, Samræðufærni, Siðfræði
%d bloggurum líkar þetta: