Samræða í dagsins önn: jafnrétti

Equality-feminism-21182933-229-197Samskipti kynjanna er viðfangsefni þessa verkefnis en það er hitamál í víða í hinum vestræna heimi. Þegar slík málefni eru tekin til umræðu í hópi unglinga spretta fram sterkar skoðanir, fordómar, staðalímyndir og hugsjónir. Oft verður umræðan tilfinningaþrungin og aðilar stilla sér upp í andstöðu hverjir við aðra. Það er meðal annars þess vegna sem þessi æfing er mikilvæg og á brýnt erindi til unglinga í dag. 

Verkefnið í hnotskurn
  • Aldur nemenda: unglingar
  • Viðfangsefni: samræða, kynjafræði, jafnrétti, ofbeldi
  • Færni- og viðhorfamarkmið: Verkefnið þjálfar markmið á þrepi 1 og 2 í námskrá Verkefnabankans.
  • Efni og áhöld: Ljósrituð eintök af sögu og verkefni. Nemendur þurfa að hafa ritföng, kennarinn þarf töflu til að skrifa á.
  • Tími/umfang: 1-2 kennslustundir
  • Höfundur verkefnis: Brynhildur Sigurðardóttir, Thomas Jackson.
Kennsluseðillinn
Skrifað í Að draga ályktanir, Þekkingarfræði, Framhaldsskóli, Grunnskóli, unglingastig, Jafnrétti, Samræðufærni, Siðfræði, Spurnarfærni
%d bloggurum líkar þetta: