Að velja spurningu til samræðu

hands_raised_groupÞegar hópur er kominn með langan lista af spurningum upp á töflu getur verið flókið að ákveða hvar eigi að hefjast handa til að koma hópnum af stað í samræðu.  Það getur verið fljótlegt og gott að láta nemendur kjósa hvaða spurningu á að byrja á að ræða. Nemendur kunna yfirleitt að meta þessa aðferð, þeim finnst hún sanngjörn og sætta sig við að úrslit kosninga í hópnum séu bindandi fyrir allan hópinn. 

Verkefnið í hnotskurn
 • Aldur nemenda: allur
 • Viðfangsefni: úrvinnsla hópsins á spurningalista sem hefur orðið til eftir að kveikja er lögð fyrir bekkinn, val á spurningum til samræðu
 • Færnimarkmið:
  Þrep 1: spyr heimspekilegra spurninga, hlustar, rökstyður skoðanir sínar.
 • Viðhorfamarkmið:
  Þrep 1: Einbeitir sér að viðfangsefninu, þorir að segja skoðun sína, sýnir forvitni.
 • Efni og áhöld: venjuleg kennslustofa
 • Tími: 2 – 40 mínútur
 • Höfundur: Brynhildur Sigurðardóttir
Kennsluseðillinn
Skrifað í Að hafa skoðun, Samræðufærni
%d bloggurum líkar þetta: