Þetta verkefni er gott til að hrista nemendur saman þegar þeir eru að kynnast. Verkefnið venur nemendur á að velja sér þær spurningar sem þeim þykja athyglisverðar. Kennari getur valið spurningarnar sem hann notar í æfingunni þannig að þær þjóni sem inngangur að frekari samræðu bekkjarins.
Verkefnið í hnotskurn
- Aldur nemenda: 6 ára og eldri
- Viðfangsefni: upphitun fyrir samræðu, að kunna að meta spurningar og nota þær til að hefja samræðu
- Færnimarkmið:
- Þrep 1: Segir skoðun sína, rökstyður skoðun sína, spyr heimspekilegra spurninga.
- Viðhorfamarkmið:
- Þrep 1: Sýnir forvitni, þorir að segja skoðun sína.
- Þrep 2: Sýnir vilja til að rannsaka ágreining, hefur hugrekki til að setja fram sjálfstæða skoðun og spurningu , viðurkennir eigin vanþekkingu.
- Efni og áhöld: Gott gólf rými, miðar með spurningum sem kennari dreifir um stofuna
- Tími: 5-15 mínútur
- Höfundur: Jason Buckley
Þetta er leikur sem gott er að nota í upphafi kennslustundar til að brjóta ísinn, þjappa saman nemendahópnum og hvetja nemendur til að spyrja og segja skoðun sína.