Að ljúka samræðu

diary-notebook-pen-photo-words-Favim.com-91275Í hita leiksins er hætt á kennarinn gleymi  sér í samræðunni með nemendum. En það er mikilvægt að passa upp á að hjálpa þeim að loka samræðunni, draga hana saman eða meta niðurstöður hennar á einhvern hátt áður en næsta verkefni tekur við – hvort sem það eru frímínútur eða næsta heimspekilega spurning. Hér koma nokkrar uppskriftir að því hvernig hægt er að ljúka samræðu. 

Verkefnið í hnotskurn
 • Aldur nemenda: allur
 • Viðfangsefni: aðferðir til að draga saman niðurstöður samræðu í lok kennslustundar
 • Færnimarkmið: 
 • Þrep 1: rökstyður skoðanir sínar.
 • Þrep 2: byggir á því sem áður er sagt, dregur rökréttar ályktanir
 • Viðhorfamarkmið: 
 • Þrep 1: sýnir vilja til að skilja aðra, þorir að segja skoðun sína, einbeitir sér að viðfangsefninu
 • Þrep 2: getur sleppt eignarhaldinu af hugmynd og eignað hópnum hana
 • Þrep 3: virðir skoðanir annarra þannig að þær geta raunverulega haft áhrif á hugsun hans, heldur aftur af eigin hugmynd í þágu rannsóknar
 • Efni og áhöld: hefðbundin kennslustofa
 • Tími: 2 – 15 mínútur
 • Höfundur: Brynhildur Sigurðardóttir

Hér er lítið verkefnablað með nokkrum tillögum að því hvernig hægt er að ljúka samræðu.

Kennsluseðillinn
Skrifað í Að draga ályktanir, Að hafa skoðun, Samræðufærni
%d bloggurum líkar þetta: