Spurningar eru grundvallaratriði í heimspekilegri samræðu. Án þeirra er ekki um neitt að tala. Þær birta forvitni nemenda og ágrening. Þær skilgreina þau skref sem við tökum í átt til aukins skilnings og sameiginlegrar rannsóknar.
Verkefnið í hnotskurn
- Aldur nemenda: miðstig grunnskóla
- Viðfangsefni: spurningar, spurnarfærni
- Færnimarkmið: Þrep 1: nemandi segir skoðun sína, rökstyður mál sitt, spyr heimspekilegra spurninga
- Viðhorfamarkmið: Þrep 1: nemandi sýnir forvitni, þorir að segja skoðun sína, sýnir vilja til að útskýra mál sitt
- Efni og áhöld: nemendur þurfa að hafa blað og blýant, kennari þarf töflu til að skrifa á, ef til vill prenta textabrot á glæru eða A3 blað (sjá neðar í kennsluseðli), ljósrita matsblað fyrir nemendur.
- Tími/umfang: 40-120 mínútur, hægt að slíta sundur og vinna í 1-3 stökum kennslustundum.
- Höfundur verkefnis: Brynhildur Sigurðardóttir
Í þessu verkefni eru nemendur beðnir um að rökstyðja hvort þeim þyki mikilvægara: að spyrja eða að svara. Eftir rökræðu um þetta val fá nemendur tækifæri til að spyrja eins og þá listir… og ef til vill fá þeir tíma til að svara spurningunum sínum líka.