Hrossahlátur við matarborðið

cooking

Í þessu verkefni er sögð lítil saga af samtali þriggja manna sem eru að undirbúa kvöldverð. Verkefnið fylgir hefðbundinni barnaheimspeki uppskrift: saga – spurningar nemenda – samræða – samantekt í lokin. Við gefum uppskrift að ákveðnu ferli sem þér er að sjálfsögðu velkomið að breyta út frá og þróa eins og þér og nemendum þínum hentar best. 

Verkefnið í hnotskurn:
  • Aldur nemenda: 10-16 ára
  • Viðfangsefni: siðfræði, kjötætur og grænmetisætur, gæludýr, dýravernd
  • Færnimarkmið: Kennari velur markmið eftir þörfum og framvindu hópsins
  • Viðhorfamarkmið: Kennari velur markmið eftir þörfum og framvindu hópsins
  • Efni og áhöld: Ljósrit af sögunni sem fylgir neðar í þessum kennsluseðli
  • Tími/umfang: 40-80 mínútur
  • Höfundur verkefnis: Mary Burgess heimspekikennari í Bretlandi samdi söguna. Brynhildur Sigurðardóttir þýddi söguna og setti saman kennsluseðilinn.

Breski kennarinn Mary Burgess var fljót að bregðast við umræðu um illa merktar kjötvörur sem blossaði upp snemma árs 2013. Hún setti saman sögu til að vekja spurningar um hvað sé í lagi að borða.

Kennsluseðillinn
Auglýsingar
Skrifað í Grunnskóli, miðstig, Grunnskóli, unglingastig, Heilbrigði og velferð, Siðfræði, Sjálfbærni