Epli, mörgæs, Eurovision

Adele PenguinÞað er gott að byrja kennslustundir á einhvers konar upphitun til að skerpa á hlustun nemenda og hjálpa ímyndunarafli þeirra af stað. Þetta verkefni er einfalt og þarfnast lítils undirbúnings en getur hrist skemmtilega upp í nemendum á öllum aldri. 

Verkefnið í hnotskurn:
 • Aldur nemenda: allur aldur
 • Viðfangsefni: upphitunaræfing, tengsl hugtaka
 • Færnimarkmið:
  Þrep 1: hlusta á aðra, benda á tengsl milli tveggja eða fleiri hugmynda
 • Viðhorfamarkmið:
  Þrep 1: einbeita sér að viðfangsefninu, þora að segja skoðun sína, sýna vilja til að útskýra mál sitt
 • Efni og áhöld: dæmasöfn (eitt eða fleiri) sem kennari hefur skrifað hjá sér fyrir tímann
 • Tími/umfang: 5-15 mínútur
 • Höfundur verkefnis: Jason Buckley (The Philosophy Man). Brynhildur Sigurðardóttir þýddi og setti saman kennsluseðilinn.

Þetta verkefni er einföld upphitunaræfing þar sem nemendur eiga að finna tengsl hugtaka. Þetta er leikur sem virkjar hugmyndaflugið og má leggja fyrir nemendur á öllum aldri.

Kennsluseðillinn
Skrifað í Framhaldsskóli, Grunnskóli, miðstig, Grunnskóli, unglingastig, Grunnskóli, yngsta stig, Læsi, Leikskóli, Rökfræði, Samræðufærni, Spil og leikir, Upphitunaræfingar
%d bloggurum líkar þetta: