Í þessu verkefni er unnið út frá örstuttri, spænskri dæmisögu um hana sem kemur okkur á óvart. Þegar dæmisögur eru notaðar í heimspekikennslu þarf alltaf að varast að taka þær ekki bókstaflega. Það er nauðsynlegt að ýta á eftir því að nemendur finni átakapunkta í efni sögunnar frekar en að taka boðskapi sögunnar sem heilögum sannleika.
Verkefnið í hnotskurn:
- Aldur nemenda: 4 ára og upp úr
- Viðfangsefni: siðfræði, fagurfræði, hvað er einhvers virði?
- Færnimarkmið:
Þrep 1: að rökstyðja mál sitt, að segja skoðun sína, að segja „ég er sammála/ósammála… um… af því að… “ - Viðhorfamarkmið:
Þrep 1: að einbeita sér að viðfangsefninu, að sýna vilja til að útskýra mál sitt, að sýna vilja til að skilja aðra - Efni og áhöld: Sagan sem fylgir neðar í þessum kennsluseðli, tafla og túss
- Tími/umfang: 20-80 mínútur (eftir aldri og úthaldi þátttakenda)
- Höfundar verkefnis: Heidi Dahlsveen, Ariane Schjelderup, Oyvind Olsholt (Barne- og ungdomsfilosofene ANS). Brynhildur Sigurðardóttir þýddi og setti saman kennsluseðilinn.
Allt sem glitrar er örstutt spænsk dæmisaga sem fjallar um hana sem rótar um í hænsnagerðinu og leitar að fræum, skordýrum og öðru góðgæti. Þegar haninn finnur óvæntan hlut sem honum finnst einkis virði kvikna spurningar um hvað sé yfirhöfuð einhvers virði. Er það sem mér finnst verðmætt alltaf jafn verðmætt fyrir þig?